Slide 10
Slide 10 text
í dag berjast gegn hinni ranglátu Alcinu.
Plöntukórinn:
Farið glöð héðan meðan við,
einmana og hljóðir á þessum stað,
verjum dögunum í sífelldri bæn
um að stund frelsisins renni upp.
Ritornello
Á fagurri grund
munum við hreyfa fótinn
og stöðvum nú þá
sem hindraði okkur,
syngjandi glaðlega
virðum við þá að vettugi
sem sveik okkur.
Ein af plöntunum:
Æ, mig auman, hve skelfilega sjón
getur hér að líta:
Þarna er hið grimma og ofsafengna
og miskunnarlausa flagð.
Þarna er hún, sú sem veldur
óhamingju okkar,
höfum nú allir hljóð, tryggu vinir.
Alcina snýr aftur með kór hirðmeyja
sinna.
Hirðmeyjakór:
Fljúgið, fögru hugsanir, fljúgið
til fegurðarinnar, sem sjálfur himinninn
elskar.
Hann bíður okkar þar sem grasið
er prýtt enn fegurri blómum.
Snöggu þrár, hlaupið, hlaupið:
segið, að við komum glaðar og syngjandi,
þangað sem vindarnir leika
og reika um í ljúfum samhljómi.
Alcina:
Hér skildi ég ástina mína eftir
en hvar felur hann sig nú?
Hver ykkar, greinar og laufskrúð,
hver ykkar, fögru gosbrunnar,
mun sýna mér það?
Vei, hví sé ég nú liggjandi á glámbekk
um alla grundina
allar mínar dýru gjafir til ástvinar míns?
Ó, mig auma, í þessu skrauti
sé ég misgjörðir einhvers annars.
Ég sé fyrir grát minn og dauða.
Hirðmey:
Ekki syrgja, drottning,
ef til vill vill Ruggiero þinn
með slíkum brögðum,
í felum í þessu þétta laufskrúði,
komast að raun um hvort þú elskir hann.
En æ, hvað sé ég?
Þetta veit á illt:
Þín trygga Oreste
kemur í áttina að okkur,
föl og fá er hin fagra kinn.
Nunzia:
Ég veit ekki hvort er sterkara,
skelfingin eða hryggðin
sem yfirfylla brjóst mitt
fyrir þína sök, drottning,