Upgrade to Pro — share decks privately, control downloads, hide ads and more …

Húsvernd

 Húsvernd

Iðan fræðslusetur

February 14, 2013
Tweet

More Decks by Iðan fræðslusetur

Other Decks in Education

Transcript

  1. Húsvernd - Er að varðveita menningarsögulegt gildi bygginga. - Að

    skila byggingararfleifðinni til komandi kynslóða. Ábyrgðin - Hvar liggur hún? Hjá okkur öllum. Hún er samfélagsleg. Hugtök - Viðhald - Viðgerðir - Endurbætur - Endurbyggingar - Endurgerfing / tilgátuhús
  2. Markviss stefna um hæðir húsa og gæði í hönnun hins

    manngerða umhverfis stuðlar enn frekar að því að ný og eldri byggð haldist í hendur
  3. Varðveislugildi Verðgildi og notkunargildi Aldursgildi og sögulegt gildi Fagurfræðilegt gildi

    Táknrænt gildi og fágætisgildi Umhverfisgildi sem hluti stærri heildar Aldursgildi - hrörnun og slit - nákvæmar eftirmyndir hafa ekki aldursgildi - trúverðugleika?
  4. Meginreglan í húsverndarmálum er að virða upprunalega gerð bygginga, óháð

    aldri þeirra, uppruna og stílgerð á að - endurgera horfin hús? - færa hús til upprunalegs horfs? - varðveita breytingar sem hluta af sögu hússins?
  5. Vinnuaðferðir - varðveitið það sem mögulegt er - ráðist aðeins

    í nauðsynlegar framkvæmdir, gerið sem minnst - bætið við en dragið ekki frá - veljið lausnir sem hægt er að laga í framtíðinni - gera við á forsendum hússins - ekki gefa húsinu önnur stíleinkenni en við eiga - gömul hús eiga ekki að líta út eins og ný - aðlögun að nýrri notkun (aðlögunarhæfni eldri húsa) - ”þegar gert er betur en vel getur farið verr en illa"
  6. Viðhald - mikilvægi reglulegs viðhalds (RB: 1-2% af endurbyggingarkostnaði á

    ári) Efnisnotkun - ný byggingartækni og efni (”viðhaldsfrí efni”) - notkun upprunalegs byggingarefnis og aðferðir
  7. Hönnun Forsendur: - þekking á sögu og byggingartækni - ráðgjöf

    hjá Húsafriðunarnefnd, Árbæjarsafni; leiðbeiningar Heimildaöflun - teikningar hjá byggingarfulltrúa - húsakannanir - gamlar ljósmyndir - Árbæjarsafn, Ljósmyndasafn Reykjavíkur- borgar, Þjóðminjasafnið, byggðasöfn, Þjóðskjalasafn, Listasafn Reykjavíkur - brunavirðingar, sýsluskjöl, úttektir og vísitasíur. Það var líka húsið segir Þórbergur Þórðarson um fyrstu kynni sín af Bergshúsi. " - Hvert herbergi, hvert þil, hvert húsgagn, hvert skin og hver skuggi, sem ljós heimsins mjakaði yfir gólf og veggi, voru mér eins og gömul bókfell, er hönd tímans hefur skráð á brot úr lífi merkilegra kynslóða".
  8. Húsið sjálft - skoðun og úttekt - uppmæling og ástandskönnun

    "- að arkitekt kynnist byggingunni svo náið, að hann hafi hana á valdi sínu á svipan hátt og þau verk, sem hann hefur mótað frá grunni." Ákvörðunartaka - óskir verkkaupa og fjárhagur - varðveislugildi - lög og reglugerðir (byggingarreglugerð, deiliskipulagsskilmálar, brunamál, húsafriðunarnefnd) Hönnun og teikningar - umsókn um byggingarleyfi - sérteikningar - kostnaðaráætlanir - (val á verktaka)
  9. Tillögur að viðbótum vegna húsverndar feitletrað Byggingarreglugerð Nr.112/2012 1.1.1. gr.

    Markmið Markmið þessarar reglugerðar er: Að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með því að kröfum um öryggi mannvirkja og heilnæmi sé fullnægt. Að stuðla að endingu og hagkvæmni mannvirkja, m.a. með því að tryggja að þau séu hönnuð þannig og byggð að þau henti íslenskum aðstæðum. Að stuðla að vernd umhverfis með því að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi við hönnun og gerð mannvirkja. Að stuðla að tæknilegum framförum og nýjungum í byggingariðnaði. Að tryggja aðgengi fyrir alla. Að stuðla að góðri orkunýtingu við rekstur bygginga. Að stuðla að verndun friðaðra og annarra varðveisluverðra húsa
  10. 1.1.2. gr.Gildissvið. Reglugerðin gildir um öll mannvirki sem reist eru

    á landi, ofan jarðar eða neðan, innan landhelginnar og efnahagslögsögunnar, sbr. þó 4. mgr. Bindandi ákvæði reglugerðarinnar eru lágmarkskröfur. Reglugerðin gildir um alla þætti mannvirkja, svo sem gerð burðarvirkja, lagnir, þ.m.t. neysluvatnslagnir, hitalagnir, fráveitulagnir, raflagnir, loftræsilagnir, gaslagnir og öryggiskerfi, fjarskiptabúnað, eldvarnir, þ.m.t. vatnsúðakerfi og önnur slökkvikerfi, og byggingarvörur, bæði á markaði og í mannvirkjum. Reglugerðin gildir einnig um gróður á lóðum, frágang og útlit lóða, girðingar í þéttbýli, skilti, möstur, þ.m.t. fjarskiptamöstur, móttökudiska og tengivirki, gáma og leik- og íþróttasvæði. Reglugerðin gildir ekki um hafnir, varnargarða eða fyrirhleðslur, vegi eða önnur samgöngumannvirki, svo sem flugvelli, jarðgöng, vegskála eða brýr, aðrar en umferðar- og göngubrýr í þéttbýli.
  11. Gr.1.1.2 áframhald, síðasta málsgrein. Við breytingar á eldri byggingum er

    heimilt að taka mið af þeim reglum sem voru í gildi þegar þær voru reistar. Þetta á jafnframt við þegar gerðar eru minni háttar viðbyggingar við eldri hús. Þó má gera kröfu um að slík breyting eða viðbygging samrýmist reglugerð þessarri að því marki sem það telst nauðsynlegt til að vernda líf og heilsu manna. Í því skyni að varðveita einkenni, sögu og byggingarlistarlegt gildi húss við skilgreiningu slíkra krafna skal leita leiða til viðeigandi tæknilegra lausna og má þá víkja frá ákvæðum reglugerðarinnar. Slíkar kröfur skulu aldrei verða til þess að varðveislugildi byggingar rýrni með óafturkræfum hætti.
  12. Gr. 9. 2. 5. • Við breytta notkun mannvirkis skal

    hönnuður aðaluppdrátta eða hönnuður brunavarna sýna á uppdráttum eða staðfesta á annan fullnægjandi hátt að uppfylltar séu allar þær kröfur sem gerðar eru til brunavarna mannvirkisins vegna hinnar breyttu notkunar. Heimilt er að víkja frá einstökum kröfum ef hætta er á að gildi friðaðs eða varðveisluverðs húss rýrist með einhverjum hætti og taka mið af reglugerðarákvæðum sem voru í gildi þegar þær voru byggðar eftir því sem hægt er að teknu tilliti til krafna um öryggismál. Í slíkum tilvikum skal hönnuður skila sérstakri greinargerð um það hvaða ákvæðum óskað er eftir að víkja frá og um ástæður þess að ekki er unnt að uppfylla þau
  13. Húsafriðunarnefnd ríkisins Húsafriðunarnefnd var stofnuð árið 1970 sem 5 manna

    nefnd til að gæta að byggingararfleifð þjóðarinnar og leggja til hvaða mannvirki beri að friða. Húsafriðunarsjóður var stofnaður árið 1975. Varð ekki verulega öflugur fyrr en 1990 og þá með nýrri lagasetningu. Nú er Húsafriðunarnefnd annars vegar 5 manna nefnd og hins vegar sérstök stofnun með forstöðumanni og starfsfólki.
  14. Stjórn menningarminja Menntamála- ráðuneyti Þjóðminjasafn Byggðasöfn og önnur söfn Ráðgefandi:

    Húsafriðunarnefnd Fornleifanefnd Minjastofnun Íslands Minjaverðir í hverjum landshluta Borgarminjavörður
  15. Lög um menningarminjar. Nr. 80/2012 1. ÞÁTTUR Almenn ákvæði. I.

    KAFLI Tilgangur og skilgreiningar. 1. gr. Tilgangur. Tilgangur laga þessara er að stuðla að verndun menningarminja og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Menningarminjar teljast ummerki um sögu þjóðarinnar, svo sem fornminjar, menningar- og búsetulandslag, kirkjugripir og minningarmörk, hús og önnur mannvirki, skip og bátar, samgöngutæki, listmunir og nytjahlutir, svo og myndir og aðrar heimildir um menningarsögu þjóðarinnar. Lög þessi ná einnig til staða sem tengjast menningarsögu. Lög þessi eiga að tryggja eftir föngum varðveislu menningarminja í eigin umhverfi, auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af menningarminjum og greiða fyrir rannsóknum á þeim.
  16. 9. gr. Húsafriðunarnefnd hefur eftirfarandi hlutverk: að vinna að stefnumörkun

    um verndun byggingararfs ásamt Minjastofnun Íslands, að fjalla um tillögur stofnunarinnar um friðlýsingu húsa og mannvirkja, afnám friðlýsingar, breytingar á friðlýstum húsum og mannvirkjum eða förgun þeirra samkvæmt ákvæðum laga þessara áður en þær eru sendar ráðherra, að setja húsafriðunarsjóði úthlutunarreglur sem ráðherra staðfestir, að veita umsögn um styrkumsóknir úr húsafriðunarsjóði, að sinna öðrum verkefnum sem henni kunna að vera falin samkvæmt lögum.
  17. III. KAFLI Minjastofnun Íslands. 11. gr. Hlutverk. Minjastofnun Íslands er

    stjórnsýslustofnun sem annast framkvæmd minjavörslu í samræmi við ákvæði þessara laga. Hlutverk stofnunarinnar er að: hafa eftirlit með fornleifum í landinu og friðuðum húsum og mannvirkjum, vinna að stefnumörkun um verndun fornleifa og byggingararfs ásamt fagnefndum, setja reglur um og hafa yfirumsjón með skráningu friðaðra og friðlýstra fornleifa, húsa og mannvirkja, halda heildarskrár um allar friðaðar og friðlýstar fornleifar, friðlýsta legsteina og minningarmörk og friðuð og friðlýst hús og mannvirki, gera tillögur til ráðherra um friðlýsingu og afnám hennar, ákveða skyndifriðun menningarminja ef þörf krefur, setja reglur og skilyrði um rannsóknir fornleifa sem hafa jarðrask í för með sér og hafa eftirlit með öllum fornleifarannsóknum í landinu, fjalla um og veita leyfi til stað- og tímabundinna fornleifarannsókna sem hafa jarðrask í för með sér,
  18. 11. gr. áframh. framkvæma nauðsynlegar rannsóknir, svo sem neyðarrannsóknir, vettvangskannanir

    til að staðfesta umfang og eðli minja og aðrar skyndirannsóknir, hafa eftirlit með og annast leyfisveitingar vegna flutnings menningarminja til annarra landa, úthluta úr fornminjasjóði og húsafriðunarsjóði að fengnum umsögnum fagnefnda og annast umsýslu þeirra, hafa eftirlit með framvindu verkefna sem fá styrk úr sjóðunum, ákveða aðra ráðstöfun fjár úr fornminjasjóði og húsafriðunarsjóði í samráði við húsafriðunarnefnd og fornminjanefnd, annast framkvæmd laga um skil á menningarverðmætum til annarra landa, setja á fót minjaráð á hverju minjasvæði og bera ábyrgð á starfsemi þeirra, annast önnur verkefni samkvæmt ákvörðun ráðherra.
  19. VII. KAFLI Verndun og varðveisla húsa og mannvirkja. 29. gr.

    Friðuð mannvirki. Öll hús og mannvirki sem eru 100 ára eða eldri eru friðuð. Óheimilt er að raska friðuðum húsum og mannvirkjum, spilla þeim eða breyta, rífa þau eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands. Minjastofnun Íslands er heimilt að afnema friðun sem byggist á aldursákvæðum þessarar greinar.
  20. 30. gr. Verndun annarra húsa og mannvirkja. Eigendum húsa og

    mannvirkja sem ekki njóta friðunar en byggð voru 1925 eða fyrr, svo og forráðamönnum kirkna sem reistar voru 1940 eða fyrr, er skylt að leita álits hjá Minjastofnun Íslands með minnst sex vikna fyrirvara ef þeir hyggjast breyta þeim, flytja þau eða rífa. Minjastofnun Íslands skal innan fjögurra vikna frá því að erindi berst tilkynna viðkomandi aðilum um álit sitt. Stofnuninni er heimilt að leggja til skilyrði um slíkar framkvæmdir eða gera tillögu um friðlýsingu umrædds húss eða mannvirkis. Byggingarfulltrúum ber að fylgjast með því að eigendur húsa og mannvirkja, svo og forráðamenn kirkna, sem fjallað er um í þessari grein leiti eftir áliti Minjastofnunar Íslands áður en leyfi er veitt til framkvæmda. Álit Minjastofnunar Íslands skal liggja fyrir áður en byggingarleyfi er veitt til framkvæmda sem fjallað er um í þessari grein. Í byggingarleyfi skal taka tillit til skilyrða sem Minjastofnun leggur til í áliti sínu. Sama á við um útgáfu framkvæmdaleyfis samkvæmt skipulagslögum.
  21. 31.gr. Friðlýst hús og mannvirki. Óheimilt er að gera nokkrar

    breytingar á friðlýstu húsi eða mannvirki án vitundar Minjastofnunar Íslands. Við endurbætur og viðhald friðlýstra húsa og mannvirkja skal leita álits og ef til þarf leyfis Minjastofnunar Íslands með minnst sex vikna fyrirvara. Vilji eigandi friðlýstrar eignar ráðast í framkvæmd sem leyfi þarf til skal hann í umsókn sinni til Minjastofnunar Íslands lýsa fyrirhuguðum framkvæmdum og láta uppdrátt fylgja. Stofnunin skal svo fljótt sem við verður komið og í síðasta lagi innan fjögurra vikna frá því að umsókn berst gera eiganda grein fyrir afstöðu sinni. Setji stofnunin það skilyrði fyrir samþykki sínu að verk sé framkvæmt á tiltekinn annan hátt en tilgreindur er í umsókn er eiganda skylt að hlíta því. Sæki eigandi um styrk úr húsafriðunarsjóði vegna aukakostnaðar sem hlýst af tilmælum stofnunarinnar skal hann njóta forgangs eftir því sem skyldur sjóðsins og fjárreiður leyfa.
  22. 43. gr. Húsafriðunarsjóður. Húsafriðunarsjóður hefur það hlutverk að stuðla að

    varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja. Sjóðurinn veitir styrki til viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum. Sjóðnum er einnig heimilt að veita styrki til viðhalds annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. Sjóðnum ber að stuðla að byggingarsögulegum rannsóknum, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær. Styrkir úr húsafriðunarsjóði eru ákveðnir í samræmi við úthlutunarreglur, sbr. 2. mgr. 9. gr. Tekjur húsafriðunarsjóðs eru: framlag ríkissjóðs eftir því sem ákveðið er í fjárlögum, framlag sveitarfélaga sem greiðist úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og skal miðað við að það nemi 150 kr. á hvern íbúa hlutaðeigandi sveitarfélags, önnur framlög.
  23. Húsafriðunarsjóður Almennt um umsóknir Umsóknum um styrki úr sjóðnum skulu

    fylgja greinargóðar upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir á þar til gerðum umsóknareyðublöðum. Við útfærslu á framkvæmdum skal hafa rit Húsafriðunarnefndar um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa til hliðsjónar. Sett eru sem skilyrði að ráðgjöf og framkvæmdir séu unnar af fagmönnum sem hafi sérþekkingu á viðfangsefninu í hverju tilviki.
  24. Hverjir geta sótt um styrk úr Húsafriðunarsjóði? Hlutverk sjóðsins er

    að veita styrki til viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og mannvirkjum, en heimilt er að veita styrki til annarra húsa sem teljast hafa menningarsögulegt gildi og/eða byggingarsögulegt eða listrænt gildi. Styrkir hafa einkum verið veittir til endurbóta á ytra borði húsa, s.s. til að koma gluggum, hurðum og klæðningu í upprunalegt horf. Styrkir (til mannvirkja sem ekki eru friðuð) eru ekki veittir til framkvæmda sem flokkast geta sem eðlilegt viðhald t.d eins og að mála hús.
  25. Hvernig er ferillinn frá umsókn til útgreiðslu styrks? Umsóknareyðublaðið er

    sent útfyllt til Minjastofnunar fyrir 1. desember. Húsafriðunarnefnd kemur saman í febrúarmánuði, yfirfer umsóknir og ákveður styrkhæfi styrkþega og gerir tillögur til Minjastofnunar um upphæðir styrkja. Minjastofnun ákvarðar síðan endanlega úthlutun styrkja. Styrkgreiðsla er innt af hendi þegar umsjónarmaður verksins (hönnuður, iðnmeistari) eða starfsmenn Minjastofnunar staðfesta að a. m. k. þriðjungi verksins sé lokið. Mikilvægt er að hafa í huga að styrkurinn fellur niður við næstu áramót, sé hann ekki nýttur, nema sótt sé sérstaklega um frestun hans.
  26. Veita sveitarfélög einnig styrki? Húsverndarsjóður Reykjavíkur veitir styrki til viðgerða

    og endurgerðar á byggingum, sem teljast styrkhæfar. Húsverndarsjóður Akureyrar veitir styrki til húsverndar. Hafnarfjarðarbær veitir húsverndarstyrki. Akraneskaupstaður veitir styrki úr Húsverndunarsjóði.