Upgrade to Pro — share decks privately, control downloads, hide ads and more …

Prógram La Liberazione

Prógram La Liberazione

Efnisskrá fyrir uppsetningu Listaháskóla Íslands á La Liberazione di Ruggiero dall'Isola Di Alcina

Ólafur Sverrir Traustason

February 20, 2025
Tweet

Other Decks in Education

Transcript

  1. La Liberazione di Ruggiero dall´isola di Alcina FRANCESCA CACCINI 22-23

    02 2025 TÓNLISTARDEILD LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS NESKIRKJA
  2. Verkefni þessu er ætlað að auka þekkingu og hæfni nemenda

    með fjölbreyttum hætti á því tímabili tónlistarsögunnar þegar óperuformið var að mótast. Að þjálfa túlkun og leikni og auka skilning á forminu með áherslu á þátt kvenna í mótun þess. Það er gert með því að leiða saman alþjóðlegan hóp nemenda á mismunandi stað í námi sínu, bæði langt komna söngvara og hljóðfæraleikara sem sérhæfa sig túlkun barokktónlistar og nemen- dur sem eru í almennu tónlistarnámi og hafa áhuga á að takast á við verkefni sem þetta. Verkefnið snýst þar með jafnt um miðlun á jafningjagrundvelli og leiðsögn sérfræðinga. Stór þáttur í því er einnig að styrkja tengsl iðkenda barokkflutnings með sögulega upplýstri nálgun. En slík verkefni byggjast gjarnan á langtíma samvinnu tónlistarfólks frá ólíkum löndum og jafnvel heimshornum. LA LIBERAZIONE DI RUGGIERO DALL’ISOLA DI ALCINA (Frumflutt í Flórens í febrúar 1625) Fyrir langa langa löngu í fjarlægri vetrarbraut … Á plánetunni Glitra ríkir hin illa norn Alcína. Þangað er sendur prinsinn Ruggiero af Atlasi herforingja sem ól Ruggiero upp. Ruggiero er lagður í álög af Alcínu en hún hefur gert slíkt hið sama við heilan her af fyrrverandi elskhugum sem eru nú frystir í klaka á myrku hlið plánetunnar. Galdrakonan Melissa er á leið til Glitru til að bjarga Ruggiero úr álögunum fyrir hönd Bradamante unnustu Ruggiero! Fyrsti hluti Á Glitru syngja dömurnar hennar Alcínu henni lof á meðan þær dunda sér við að snyrta elskhuga- na fyrrverandi í klakanum. Ruggiero er nú yfir sig ástfanginn af Alcínu og segist elska hana og ætla aldrei að verða hermaður aftur. Alcína er hæstánægð og segir Ruggiero að njóta sín á meðan að hún ræður yfir ríki sínu. Sírena og smaladrengur syngja lof Alcínu og um dýrðir ástarinnar og dýpka þannig álögin sem liggja yfir Ruggiero. Annar hluti Þá mætir til leiks Melissa dulbúin sem Atlas og fer beint að Ruggiero og minnir hann á að hann sé nú hermaður og eigi ekki að láta þessa norn segja sér til verka. Hún fær hann til að taka af sér dýrgripi sem héldu honum í álögunum og taka upp sverðið sitt í staðinn! Nú vaknar Ruggiero til sjálfs síns og verður reiður yfir að hafa látið fara svona illa með sig. Þau ætla að yfirgefa Giltru en þá vaknar aðeins yfir elskhugunum fyrrverandi, greyjunum, sem biðla til þeirra að losa sig einnig úr sínum álögum og bjarga þeim. Melissa lofar þeim að hún muni bjarga þeim öllum. Þriðji hluti Þegar Alcína kemur til baka er Ruggiero horfinn! Þá læðist fram ein af dömum Alcínu sem segir henni allt af létta, af gráhærðum seiðkarli sem svipti hulunni af Ruggiero og reyndist síðan vera hin magnaða gladrakona Melissa! Nú finnur Alcína Ruggiero og steypir reiði sinni yfir hann og lætur illa yfir því að hann hafi gert svo lítið úr ást hennar og öllu því sem hún var tilbúin að gefa honum. Hún fer í fússi en þá gefst Rug- giero og Melissu tími til að leggja á ráðin hvernig þau geti frelsað grýlukertin greyin. Fjórði hluti Alcína snýr aftur með dömum sínum og nú sína þær sitt rétta andlit en þær hafa allar saman breyst í skrímsli! Þær ógna Ruggiero og frostpinnunum en Melissu finnst lítið til þeirra koma og segir Alcínu að ógnartíð hennar sé nú á enda. Alcína lætur í minni pokann og dömurnar biðla til Melissu hvort þær fái nú ekki að fljóta með, því nú ætlar Melissa að taka þau öll með sér í geim- skipið sitt og fljúga með þau heim, þá skal sko fagna og dansa og hafa gaman! Húrra fyrir Melissu!
  3. Formáli Sinfonia Nettuno: Ekki því AƯrico og Coro vopni sig

    reiði í samráði gegn hinum fræga Eneasi, ekki því Júpíter birtist í mínu mikla ríki, umbreyttur í tarf vegna hinnar ljúfu Evrópu, Ritornello heldur til að undrast hvernig - á Toskana-strönd, meðal hinna fögru sólna Flóru - hinn frægi sonur hins mikla Sarmatíukonungs lyftir augnhárunum stíg ég, konungur sjávarins, upp úr öldunum. Ritornello Komið með mér og heiðrið í friði með hljómmiklum röddum, guðir vatnanna, þann sem sigraði í stríði Moskóvítann, Þrakíumanninn og yfirbugaði hina ofsafengnu Tartara. Ritornello Mikla áveita hins göfuga ríkis, trygg þverá mín, það er við hæfi að þú, Vistula, lofsyngir þær miklu dyggðir sem toskanski konungurinn fagnar glaður. Fljótið Vistula: Ó, hæstvirtur yfirboðari hins vota ríkis, þetta vatn hefur ekki trompeta til að syngja þessum dýrlegu konungum lof, þó að hjartað fuðri upp af háleitri þrá eftir því. Því þegir það og andvarpar af löngun. Einungis líra Föbusar fær tjáð dýrð þessa ósigraða Mars, sem alheimurinn dáir, að hluta til og fyllt blaðsíðurnar af dýrð hans. Á meðan munum við biðja hann, við undirleik báranna, að sefa þrár þínar með sínum fagra söng. Kór vatnsgoðanna: Ljóshærði guð frá hinu fagra Permesso-fljóti, snert ítrekað með mjúkum hljómi hina gylltu strengi og megi samhljómurinn ætíð vera í takt við hugdirfsku hins sterka konungs. Tvö vatnsgoð: Vefið sökum ástríðu og strits hans í þágu Bellonu1 fallega kórónu á hár hans. Lát okkur heyra, ó elskulegi guð, hinn aðdáunarverða hljóm dýrðar hans. Þrjú vatnsgoð: Gerðu það engu að síður frá þínu fagra brjósti, meðan hinn stolti trompet þegir á sælum friðartímum. Vatnsgoð: Lát okkur heyra, ó elskulegi guð, hinn aðdáunarverða hljóm dýrðar hans. 1 Stríðsgyðja og systir Mars
  4. Nettuno: Þar sem himinn og haf ætla þér ríki sem

    hæfir hugrekki þínu, megi þér þóknast að hlýða á hvernig Ruggiero kastaði frá sér ástum hinnar harðbrjósta Alcinu. Ritornello Til að brenna af tryggri ást fyrir konu sína lítilsvirti hann ómerkilega ásýnd galdrakonunnar harðbrjósta. Stórhuga dyggð hins konunglega elskhuga verður gleðilegt sjónarspil fyrir konungshjartað. Kór vatnsgoðanna: Ljóshærði guð frá hinu fagra Permesso-fljóti, snert ítrekað með mjúkum hljómi hina gylltu strengi og megi samhljómurinn ætíð vera í takt við hugdirfsku hins sterka konungs. Fyrsti þáttur Sinfonia Melissa: Svona, svikula Alcina, með loginni fegurð falsks andlits, telur þú þig með níðingslegri ástríðu þinni hafa jarðað lauk allra stríðsmanna, hinn ósigraða Ruggiero, útvalinn til að bera heim svo bjartan lárvið. Á þá hin göfuga mær2 að halda að loforð mín séu til einskis og munu hetjurnar sem var spáð fyrir um ekki spretta fram af hinni glæstu og göfugu ætt? Nei, nei, ef ég er Melissa, mun ég uppfylla beiðni þína til fulls, ó trygga Bradamante. Ég mun taka á mig útlit hins afríska Atlante, ég mun upplýsa Ruggiero um kænsku og andlit3 hinnar svikulu ástkonu. Svo, þegar hið einskisverða prjál munúðarlegs þrældóms liggur eins og hráviði á jörðinni, mun ég gera vilja hans að veruleika, að halda áfram heiðvirðum verkum Mars. Megi hin undirförula drápsgaldrakona gefa frá sér bænir og andvörp á meðan og fella fljót af tárum, því það er til einskis fyrir falska fegurð að reyna að tæla sál sem er upptendruð af geislum dýrðar. Kór hirðmeyjanna: Hér má segja að ástin eigi sér ánægjusæti. Guð dagsins, sem fer um jörðina, sér ekkert í líkingu við þetta par. 2 Bradamante, unnusta Ruggieros, en Melissa hafði lofað henni að bjarga Ruggiero af eyju Alcinu. 3Þ.e.a.s. að Alcina sýni Ruggiero ekki sitt rétta andlit, heldur birtist honum sem ung og fögur kona.
  5. Ritornello Hirðmey: Máttuga Alcina, drottning okkar, sigrar og nýtur ástarinnar.

    Önnur hirðmey: Innan um þessar plöntur þrýstir þú hinum fagra elskhuga að þér með þúsund hnútum, þrýstir honum að þér með þúsund hnútum. Ritornello Tvær hirðmeyjar: Ljúfi Ruggiero, stríðsmaður ástarinnar, vel máttu kallast sæll. Þrjár hirðmeyjar: Sem þjónn ástarinnar ver hann stundunum við hlið þinnar fögru sólar. Ritornello Kór: Ver hann stundunum við hlið þinnar fögru sólar. Ruggiero: Eins og ég dái þig, ástin mín, fyrir hin sætu og sælu örlög mín, eins margt skulda ég þér, þó ég lifi áfram, helsærður af þér, en þú, hjartað mitt, skynjar ekki hve mikilli kvöl og pínu bogaskyttan fríða4 skýtur úr augum þínum, hvert augnaráð er holundarsár og líf mitt ömurlegt ef hinar elskuðu og fögru undrabjörtu stjörnur sem valda þjáningu minni kynnu ekki að lækna eins og þær kunna að særa. Alcina: Æ, ljúfasti elskhugi, ekki hæðast að henni sem tærist í lifandi eldi sökum þín. Þessi ásýnd hefur ekkert sem getur kallað fram andvörp þín. Megi spegill minn tala, en ég hef fyrir vana að horfa á sjálfa mig, gjörsneydda allri fegurð, prentaða á fleti hans. Ruggiero: Ekki segja þetta, einungis á himninum, í sól og stjörnum, getur þú dáðst að þínu fagra útliti, en ef þú hefur ánægju af að sjá ímynd þína hér niðri, kastaðu lygaglerinu5, opnaðu brjóst mitt, eldurinn þar mun segja, andlit þitt mun segja þar að ég ber kærkomna paradís í brjósti 4Amor 5Speglinum
  6. Alcina: Herra minn, sigrastu á meðfæddri riddaramennsku þinni, fyrst ég

    hugnast þér, er ég enn fögur, svo lengi sem logandi kyndill Amors ríkir í brjósti þér öllum stundum, svo lengi sem trúfestan og friðurinn eru eilíflega lifandi í hjarta þér, skal ég vera það sem þér þóknast, hvort sem það er sól, stjörnur eða ástargyðja. Ruggiero: Hjartað mitt, meðan ég lifi mun ég brenna fyrir fegurð þína, sem nakinn andi, sviptur lífi, mun ég brenna, hjartað mitt, fyrir fegurð þína, táknmynd tryggðarinnar og hinnar stöðugu ástríðu, sjáðu hægri hönd mína, í henni held ég hjarta mínu. Alcina: Megi þá ástríða okkar eilíflega brenna með jöfnum eldi, því sá getur ekki verið tregafullur sem þjónar með ást sinni guðinum með örvamælinn. Ein hirðmeyjanna úr kórnum: Þegar Amori þóknast að spenna boga sinn má sín einskis steinhjarta í hinu harðasta brjósti. Hver sá sem vill verjast honum finnur ör sem lætur hann fella bitur tár. Önnur hirðmey: Hjörtu ykkar fóru vel að ráði sínu að láta í flýti undan augnaráði, sem skýtur örvum. Njótið nú ásta ykkar meðal myrtu og bergfléttu meðan blærinn og lækurinn lokka ykkur. Alcina: Vertu kyrr hér, herra minn, á þessum ljúfu ströndum, meðan ég fer (ef þú tekur því ekki illa) að sinna málefnum ríkisins. Þú munt njóta þúsund ánægjulegra hluta. Akrarnir eru fullir af fallegum smáfuglum, hér heyrast hinir glaðlegu ástarsöngvar fjárhirða og skógardísa og hinn ljúfi söngur svana og sírena sem geta svæft Argos með valdi sínu. Ruggiero: Farðu, farðu glöð og ánægð, drottning ástanna. Meðal hinna ilmandi blóma þessa ljúfa engis mun ég þrá endurkomu þína eins og köld strönd þráir hina heitu geisla sólarinnar. Tvær hirðmeyjar: Svífandi andvari, syngjandi fuglar,
  7. hjalandi gosbrunnar, yndisþokki og ást gerið allt í kringum okkur

    himininn bjartari og daginn gleðilegri. Ritornello Ísköldu hellar, ljómandi sól, grösugu vellir, liljur og fjólur, gerið allt í kringum okkur himininn bjartari og daginn gleðilegri. Ruggiero: Ó, hve ljúft er að elska miskunnsama fegurð. Megi Amor hvetja aðra til stríðs eftir sinni hentisemi. Hann mun aldrei valda kvöl, ef miskunnsemi er að finna í hinum heittelskaða. Ég, sem fann yndislega miskunnsemi hjá sjaldgæfri fegurð, nýt rósar ástarinnar án þyrnanna. Ó, hve ljúft er að elska miskunnsama fegurð. Ritornello Fjárhirðir, sem segir frá ástum sínum: Hjarta mitt brann fyrir hina fegurstu og yndislegustu jarðnesku stjörnu sem í dag myrkvar gullgeisla Föbusar. Amor hló og gladdist yfir kvöl minni. Ritornello En brátt var hann fullur eftirsjár yfir því að hafa hæðst að mér og með miskunnsemi hennar læknar hann brjóst mitt og það get ég vottað hverjum sem vill ekki trúa því að Amor er einn guð alls yndisauka. Ritornello Ruggiero: Ó, lánsami fjárhirðir, hver sá sem finnur ekki við söng þinn ástarbrímann endurnýjast í brjósti sér hlýtur að hafa hjarta úr ís og steini. Sírena, sem sprettur upp úr öldunum: Sá sem vill njóta sálarsætleika í blóma lífsins ætti að fylgja ástinni sem bræðir allan harm og allan leiða. Fylgi ástinni, fylgi ástinni sá sem vill njóta sálarsætleika í blóma lífsins. Ruggiero: Æ, hvaða undurljúfa sírena úr hinum fögru öldum heillar skilningarvitin með himneskum hljómi? Ó fjöll, ó strendur, ó skógar, fljúgandi fuglar og villidýr, hlustið á hinn ljúfa óm, þegið gosbrunnar og þegið þið einnig, vindar.
  8. Sírenan heldur áfram: Sá sem þráir að gera andlit sitt

    kátt og glaðlegt með fögrum hlátri, ætti að leika sér að þeim eldi sem kveikir mjúklega í hjartanu. Fylgi ástinni, fylgi ástinni sá sem þráir að gera andlit sitt kátt og glaðlegt með fögrum hlátri. Ritornello Sá sem meðan ævin endist vill alltaf ánægjulega ró ætti að njóta og þegja og honum ætti ekki að mislíka að verja dögunum og stundunum í ást. Fylgi ástinni, fylgi ástinni sá sem meðan ævin endist vill alltaf ánægjulega ró. Ritornello Galdrakonan Melissa í líki Atlante vekur Ruggiero, sem hefur sofnað við söng sírenunnar Hér er staðurinn, hér er stundin til að frelsa hinn háleita stríðsmann úr þrældómi sínum. Nú er örlagastundin runnin upp. Á fætur, á fætur, Ruggiero! Ruggiero: Hvaða uppáþrengjandi rödd truflar hvíld mína? Melissa: Atlante vitjar þín til að komast að því hvaða brjálæði neyðir þig til að verða þér til minnkunar á þessum ströndum. Af langvinnu striti mínu uppsker ég sem sagt þetta. Í stríðsfuna brennur öll veröldin, Líbýa og Evrópa öll háir stríð, hver einasti vaski hugur virðir lífshættuna að vettugi og þú, villuráfandi maður, unir því að skítug norn elski þig. Blygðunarlausi Ruggiero, hvar er hið ósigraða sverð? Hvar er hið lýsandi stál sem færði þér svo mikla frægð? Sjáðu með hvílíku kroti, með hve óguðlegum ljóðum þú hefur flekkað þetta vopn: Sigurvegarinn Ruggiero helgar Alcinu hjarta sitt og ástinni vopnið. Brjálaði maður, tak skartið af stríðsmannsörmum þínum og af karlmannlegum hálsinum, yfirgefðu hina ranglátu galdrakonu og ráðstu gegn óvinafylkingum ef göfuga sál þína þyrstir enn í frama. Ruggiero: Vei mér, nú átta ég mig of vel
  9. á mistökum mínum en ég vil ekki horfast í augu

    við þau án þess að deyja. Ofsafengnasti sársauki, beiskasta kvöl, sem magnið alls staðar hér í kringum hjartað skömmina og eftirsjána, háið öllum stundum stríð gegn mér og hristið mig svo að ég deyi. Burt, ástarprjál, ég kasta þér á jörðina og megi hinn frægi skjöldur snúa aftur á handlegg minn, megi hin sterka brynja prýða bringu mína. Fyrirgef, ó fyrirgef smánarlega yfirsjón mína, verndari minn og faðir. Ég brenn ekki lengur af ást, ég brenn af reiði og þrái að ráðast gegn stríðsfylkingum. Melissa: Grípum skjótt til vopna, því þegar hlaupið er í átt að framanum getur stutt töf máð burt mikinn heiður. Ein plantnanna í álögum: Æ, Ruggiero, finn í hjarta þér samúð með þessum hryggu plöntum sem svo biturlega er brotið á. Við verðum harmi slegnir og glötum allri von ef styrkur þinn hverfur á braut. Kór plantnanna í álögum: Hvílíkan sóma, hvílíkt lof muntu hljóta ef þú sefar grát okkar. Ritornello Ruggiero: Ó, auma líf, ef þjáning er dyggð verðskuldið þið ótakmarkað lof. Önnur planta í álögum: Hve ömurlegum skaða mun þessi skelfilega skepna valda á þessum hryggðardegi. Ósefandi bræði hennar mun bitna á okkur í öllum sínum ofsa, okkur aumum sem verðum hér eftir. Önnur planta í álögum: Lát okkur fara frá þessum stað, megi hinn þreytti fótur losna fyrir tilstilli þess sem frelsaði þig. Hann getur fjarlægt börkinn og leyst hina bitru hnúta sem önnur batt okkur með. Kór: Hvílíkan sóma, hvílíkt lof muntu hljóta ef þú sefar grát okkar. Ritornello Melissa: Látið huggast, plöntur. Sá sem þjáist og óttast kveiki í dag hina dauðu von í hjarta sínu. Fyrir velferð ykkar mun styrkur vor
  10. í dag berjast gegn hinni ranglátu Alcinu. Plöntukórinn: Farið glöð

    héðan meðan við, einmana og hljóðir á þessum stað, verjum dögunum í sífelldri bæn um að stund frelsisins renni upp. Ritornello Á fagurri grund munum við hreyfa fótinn og stöðvum nú þá sem hindraði okkur, syngjandi glaðlega virðum við þá að vettugi sem sveik okkur. Ein af plöntunum: Æ, mig auman, hve skelfilega sjón getur hér að líta: Þarna er hið grimma og ofsafengna og miskunnarlausa flagð. Þarna er hún, sú sem veldur óhamingju okkar, höfum nú allir hljóð, tryggu vinir. Alcina snýr aftur með kór hirðmeyja sinna. Hirðmeyjakór: Fljúgið, fögru hugsanir, fljúgið til fegurðarinnar, sem sjálfur himinninn elskar. Hann bíður okkar þar sem grasið er prýtt enn fegurri blómum. Snöggu þrár, hlaupið, hlaupið: segið, að við komum glaðar og syngjandi, þangað sem vindarnir leika og reika um í ljúfum samhljómi. Alcina: Hér skildi ég ástina mína eftir en hvar felur hann sig nú? Hver ykkar, greinar og laufskrúð, hver ykkar, fögru gosbrunnar, mun sýna mér það? Vei, hví sé ég nú liggjandi á glámbekk um alla grundina allar mínar dýru gjafir til ástvinar míns? Ó, mig auma, í þessu skrauti sé ég misgjörðir einhvers annars. Ég sé fyrir grát minn og dauða. Hirðmey: Ekki syrgja, drottning, ef til vill vill Ruggiero þinn með slíkum brögðum, í felum í þessu þétta laufskrúði, komast að raun um hvort þú elskir hann. En æ, hvað sé ég? Þetta veit á illt: Þín trygga Oreste kemur í áttina að okkur, föl og fá er hin fagra kinn. Nunzia: Ég veit ekki hvort er sterkara, skelfingin eða hryggðin sem yfirfylla brjóst mitt fyrir þína sök, drottning,
  11. og stinga hjarta mitt á hol. Ég segi þér undarlegan

    atburð: Rétt í þessu, þarna hjá kýprusgosbrunninum, þar sem hin frægu vopn þíns fagra ástvinar hanga, meðal hinna skuggsælu plantna, sá ég Ruggiero og með honum hærugráan karl sem vopnaði unga manninn og beindi honum svo að stórhuga stríðsdáðum. En heyrðu nú – undur og stórmerki – á einu augabragði sá ég hið stranga útlit breytast í tignarlega konu og sú mælti: „Ég er Melissa, þó ég líktist í þínum augum Atlante. Hingað vildi Bradamante að ég kæmi fljúgandi til þín til að minna þig á ást hennar og tryggð og að þú eigir ekki, sokkinn í lága nautn, að vanvirða hana sem gaf þér hjarta sitt.“ Alcina: Hvað sagði Ruggiero þá? Vei, ég hef þúsund sannanir fyrir því hversu hvikull mannshugurinn er. Nunzia: Glaður og hlæjandi, eins og syni sæmir gagnvart móður, hneigði hann sig skjótt fyrir henni í lotningu, og spurði svo frétta af Bradamante sinni með mikilli alúð og sást á þeirri stundu vegna þeirrar fögru meyjar eldhafið slokkna í brjósti hans.6 En um þig, sem fyrir augnabliki varst líf hans og yndi sagði þessi ótrúi maður ekkert annað en að hann vildi segja skilið við þig. Ég var falin bak við greinar og þau sáu mig ekki, en ég heyrði allt. Þegar ég sá hann staðráðinn í því að flýja, flýtti ég mér hingað svo þú gætir hindrað brottför hans. Alcina: Æ, Melissa, Melissa, ég sé nú að þú ert ein valdur að óláni mínu. Ó þú svikula, er ég ekki einu sinni örugg fyrir þér á mínu eigin heimili? Kemur þú konungsríki mínu og hugarró í uppnám, ávallt framhleypin og harðlynd? En djarfur hugur ber ekki alltaf sigur úr býtum. Ég fer nú héðan í leit að hinum harðbrjósta og með mildum tónum og votum tárdropum mun ég mýkja stolt hjarta hans. Úr syrgjandi augum mínum mun ég senda fram 6 Hér er væntanlega átt við að ást Ruggieros til Alcinu hafi slokknað.
  12. undramjúka loga og lifandi örvar sem munu stýfa vængina á

    hinni nýju þrá hans. Hirðmey: Hér kemur Ruggiero til okkar, drottning. Nú munum við sjá hvað himnesk fegurð megnar með sætum gráti. Alcina: Nem staðar, grimmi maður! Hvert ertu að fara, miskunnarlausi og vanþakkláti maður, og skilja mig eftir sem fórnarlamb grátsins? Hindraðu að minnsta kosti asann við að fara rétt á meðan þessi gríðarlegi sársauki drepur sál mína. Sjáðu tár mín, hlustaðu á óp mín, hlustaðu á hinar réttlátu ásakanir mínar. Nem staðar, grimmi maður, eða þessi augu, sem þú sagðir sól og stjörnur rétt í þessu, munu breytast í fljót af þínum völdum. Speglaðu þig í þessu andliti, þar sem gleði og hlátur höfðu aðsetur, og þú munt sjá mistök þín og trúfestu mína og að umvafinn kvöl og pínu safnast allur tregi heimsins í mér. Ruggiero: Hafðu hemil á grát þínum, Alcina, og ef þú þarft endilega að gráta, grát þá svik þín og mistök mín. Alcina: Æ, ef þú hefur ekki samúð með aumleika mínum, megi þá mistök þín hreyfa við þér. Þú veist fullvel hversu óútmáanlegur blettur svik eru á göfugum riddara. Ruggiero, hjartað mitt, ég óttast of mikið um þig, of mikið um mig. Ef þú neitar mér um hjálp í slíkri hugarangist, vei, vei, þá sé ég að hver einasti vottur af miskunn er horfinn þér án tilverknaðar mín. Þar sem heiður þinn og síðustu orðin sem ég mæli fá því ekki áorkað að harka þín mildist, æ, mundu að minnsta kosti hversu ljúfra faðmlaga þú naust með mér í ástarfriði og megi hin ljúfa minning stöðva fót þinn. Önnur hirðmey: Grimmd tígursins, steinhjarta. Grátbænandi konu, elskandi konu, þeirri tryggustu og staðföstustu sem hefur nokkurn tímann sent frá sér andvörp og beiðnir, neitar þú um miskunn og frið. Alcina: Himnar – fyrst hann þegir, segið þið mér: hvor er meiri, þrjóskur vilji hans eða harmur minn
  13. sem fer bónleiður frá þessum harðbrjósta manni? Önnur hirðmey: Grimmd

    tígursins, steinhjarta. Alcina: Kryddarðu svona allan sætleika, alla liðna gleði með bitrasta galli? Gefurðu þinni trúföstu, sem gaf þér hjarta sitt og ríki ekki einu sinni kærleiksvott og neitarðu henni um hugarró? Til hvers slík harka og slík reiði? Amor, þú sérð hversu riddaralegar dáðir og hinn ódauðlegi örvamælir eru svívirt. Grimmd tígursins, steinhjarta. Ruggiero: Æ, þegi þú, ofdýrkandi ástarinnar, augum mínum leiðari en dauðinn sjálfur, grimma fjandkona tryggðar og samúðar – dveldu um ókomna tíð á þessum nakta sandi tregafull vegna mín í verðskuldaðri kvöl og þeim gráti sem þú átt skilið. Alcina: Æ, mig auma, ég bið til einskis – Æ, því hindra ég ekki brottför hans með valdi? Æ, því breyti ég ekki hinni grimmu ásýnd hans í harðan börk? Refsigyðjur úr undirheimaborginni Dite, sem ég hef ætíð ráðstafað eftir eigin geðþótta, komið til míns venjulega dvalarstaðar. Megi fyrir tilstilli ykkar hrikalegar öldur skíðloga og ógurlegir háhyrningar og hvalir koma úr hyldýpinu svo allar útgönguleiðir lokist frá þessari strönd. Jæja, flýðu nú, flýðu ef þú getur. Megi kraftur álaganna ná því fram sem bænirnar og gráturinn reyndu til einskis. Önnur hirðmey: Æ, grimmi maður, æ, ókurteisi maður! Slíkt tilfinningarót og slíkar svívirðingar muntu gjalda fyrir með dauðanum. Hjartað mun opna hlið sín fyrir reiðinni, fyrir bræðinni, það mun kunna að hata eins mikið og það kunni að elska. Ruggiero: Nú þegar þessi leiðigjarna ásýnd er horfin sjónum mínum megi andlit mitt tala til þín, því ég veit ekki hvernig skal tjá með orðum hina takmarkalausu gleði þess að hafa aftur frjálst hjarta. Megi andlit mitt tala til þín, en þar afhjúpar hjartað
  14. löngun í frama og siðsama ást. En kurteisa móðir, áður

    en þú frelsar þetta auma fólk úr álögum, gakktu þá með mér að þessum lækjarbakka, en hér liggur kvalinn einn sem er blóðskyldur minni fögru gyðju,7 göfugur og frægur kappi, í laufskrúði myrtunnar. Melissa: Ekki bara hinn nafntogaði Astolfo, heldur allir sem voru ástvinir hinnar harðbrjósta Alcinu, munu gleðjast í dag og gleðjast munu einnig hinar göfugu meyjar sem eru hér í álögum meðal plantnanna því þær vildu frelsa sína kæru elskhuga. Hér breytist umhverfið, hafið verður að eldi og Alcina kemur í tröllauknu skipi úr hvalbeini ásamt skrímslakór. Alcina: Hvaða fífldjarfa hjarta mun ekki finna til ískaldrar dauðans angistar er það sér þessa myrku storma fulla af eldglæringum? Hvaða hrausti hugur getur litið hina æfu ásýnd Alcinu? Illa fórstu að ráði þínu, elskhugi, er þú vanvirtir hjarta mitt og ríki og nú muntu sjá hvers hatur og reiði svikinnar fegurðar er megnugt Skrímslakór: Hann mun reyna grimmd sem hefur hvorki fyrr né síðar sést. Eitt skrímslanna: Ofsafengnu skrímsli hinnar illu undirheimaborgar, gerið árás, sýnið að reiði ykkar kann að refsa þeim ótryggu. Skrímslakór: Hann mun reyna grimmd sem hefur hvorki fyrr né síðar sést. Eitt skrímslanna: Ofsafengnu skrímsli, hefndin er ykkar. Drepið hann, Alcina mun launa þeim ríkulega sem særir hann. Skrímslakór: Hann mun reyna grimmd sem hefur hvorki fyrr né síðar sést. 7 Bradamante
  15. Astolfo: Æ, mig auman, hvernig komumst við gegnum þetta ólma

    eldhaf og úr þessu ömurðarríki? Ásamt norninni grimmu standa skrímsli og fyrirburðir vörð á þessum álagasandi. Melissa: Róið hjörtu ykkar, hár vilji himinsins og móðurleg umhyggja mín munu frelsa ykkur frá þessum hryllingi. Svikakvendi, treystir þú enn á þína fölsku galdra, stærir þú þig enn af því að eiga hinn fríða Ruggiero í þínu munúðarfulla ríki? Hinn hái sess þinn mun falla. Himinninn umber ekki lengi svo illa veru. Kraftur minn er þínum yfirsterkari, hinn hái sess þinn mun falla. Undirheimaskepnur, farið í fúlan pytt. Flýðu, flýðu nú, illa sírena, flýðu og taktu með þér hatur, reiði og ofstopa, óaðskiljanlega förunauta hjarta þíns. Alcina: Ég mun flýja, ég mun flýja, þar sem enginn má vægðarlausum sköpum renna. Ég mun flýja, ég mun flýja. Hér flýr Alcina af hólmi í skipinu, sem breytist í vængjað sæskrímsli og umhverfið allt breytist í skerjagarð. Melissa: Aumu dauðlegu menn, sjáið við hvílíkt hugarangur, við hvílíkt ólán í áranna rás mannslíf líður hjá þegar enginn hemill er hafður á ofdirsku kenndanna í eigin brjósti. Sjáðu, hrausti kappi, hvernig glæsileiki og þægindi hinna háu halla, hinir fegurstu gosbrunnar, spegilslétt vötnin, iðgrænir vellirnir, ilmandi garðarnir, pálmar, veldissprotar, kórónur og ríki voru að lokum ekkert annað en hellar, sker og rústir. Héðan komið þið aftur til okkar, sem hafið varið dimmum dögum í náttmyrkri í þessum skelfilega helli. Gleðjið hjörtun og gerið daginn bjartari. Kona sem hefur losnað úr álögum: Augu, úthellið beiskum tárum, meðan himnarnir veita okkur ekki
  16. hina langþráðu föngnu elskhuga. Ef einhver annar öðlaðist náð gegnum

    undramjúkan söng munum við ef til vill með sárhryggum tárum sem ástin og tryggðin úthella gegnum augu okkar finna miskunn einn daginn. Úthellið þess vegna, augu, úthellið bitrum tárum, nema himnarnir veiti okkur hina langþráðu föngnu elskhuga. Melissa: Ekki fleiri harmstafi, megi hinum dapra gráti og kvörtunum linna. Hin illa og grimma flúði af hólmi og tók með sér hafsjó af rammri kvöl. Ekki fleiri harmstafi, fögru meyjar, róið tárvot augun. Sama kona sem hefur losnað úr álögum: Brjóst okkar geta ekki fundið gleði og fögnuð þangað til Amor veitir hjörtum okkar aftur hjartað okkar. Melissa: Upp, göfugu stríðsmenn, stígið fram og huggið hinar fögru heittelskuðu, dansið glaðir við þær og þegar stundin er runnin upp skuluð þið taka aftur upp dansinn við háleita samhljóma á baki fimum hestum. Hér frelsast riddararnir, bera kennsl á dömurnar sínar og dansa. Kór riddaranna frelsuðu, sem skal syngja um leið og dansinn er búinn: Til gleði og fögnuðar! Sá sem var hryggur skal ekkert segja um harm sinn. Til gleði og fögnuðar! Hér kemur hestaballettinn. Konur frá Toskana, fegurri en sólin , hinar fögru brástjörnur ykkar vöknuðu við kveinstafi hinna göfugu meyja. Hlæið nú við söng þeirra og ef þið viljið auka gleðina, takið tryggð þeirra ykkur til fyrirmyndar! Þýðing: Sólveig Thoroddsen Hjartans þakkir til Enrico Busia fyrir ríkulega og góðfúslega hjálp